Liðin sem gefa ungum leikmönnum flestar mínútur í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:30 Trent Alexander-Arnold er ungur lykilmaður hjá toppliði Liverpool sem heldur uppi ungu mínútunum fyrir Jürgen Klopp. Getty/John Powell/ Leicester City er með yfirburðarstöðu í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að leyfa ungum leikmönnum að spila. Allt aðra sögu er að segja af liði Cardiff City. Það getur verið áhættusamt að veðja á ungan og óharðnaðann leikmann í stað þess að spila reyndari og eldri leikmönnum. Það getur aftur á móti gert mikið fyrir framtíð félagsins. Oftast er það þó nútíðin sem allt snýst um hjá liðunum í bestu deild í heimi. BBC Sport skoðaði betur hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni hafa þorað að gefa ungum leikmönnum tækifæri á þessu tímabili. Algjörar andstæður eru lið Leicester City og Cardiff City. Arsenal, Liverpool og Manchester United koma líka mun betur út en Manchester City og Chelsea.Does your club give youth a chance? We take a look at how every Premier League club has used players under the age of 22.https://t.co/HOoRvZbhHIpic.twitter.com/B5ursCwM5U — BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2019Leicester City er reyndar í algjörum sérflokki og þó að stjórastóllinn hans Claude Puel sé orðinn mjög heitur þá er hann að hugsa til framtíðar og gefa ungum leikmönnum mínútur. Alls hafa leikmenn 22 ára og yngri spilað í 8373 mínútur hjá Puel í vetur sem er næstum tvöfalt meira en hjá liðinu í öðru sæti sem er Arsenal með 4467 mínútur. Arsenal er samt langefst af „stóru“ liðunum í deildinni. Það er fróðlegt að skoða aðeins betur þessa ungu leikmenn Leicester City en þar hefur Wilfred Ndidi spilað mest eða 2038 mínútur. Ben Chilwell er annar ungur leikmaður sem fær tækifærið hjá Leicester en hann er með 1980 mínútur. Engir leikmenn 22 ára og yngri hafa spilað meira. Í næstu sætum á leikmannalistanum koma síðan Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace (1965 mínútur), Issa Diop hjá West Ham (1890) og Phillip Billing hjá Huddersfield (1842 mínútur). Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Evertin eru í þriðja sæti á lista félaganna með 4455 mínútur, nokkuð á undan West Ham og Tottenham sem eru í næstu sætum. Bæði Liverpool og Manchester United skríða inn í efri hlutann en United er rétt yfir tvö þúsund mínútum. Liverpool er tveimur sætum ofar og með meira en 500 fleiri mínútur. Manchester City er hins vegar aðeins í 15. sætinu en það er þó ekkert miðað við Chelsea sem er í næst neðsta sæti. Maurizio Sarri hefur aðeins gefið tveimur leikmönnum 22 ára og yngri tækifæri á leiktíðinni og þeir hafa jafnframt aðeins spilað í samtals 151 mínútu. Þetta eru þeir Callum Hudson-Odoi og Andreas Christensen. Á botninum er aftur á móti Cardiff City en knattspyrnustjórinn Neil Warnock hefur enn ekki hleypt leikmanni inn á völlinn sem er ekki orðinn 23 ára gamall.Hér fyrir neðan má sjá listann hjá BBC: 1. Leicester 8373 mínútur 2. Arsenal 4467 3. Everton 4455 4. West Ham 4134 5. Tottenham 4083 6. Wolves 3962 7. Huddersfield 3089 8. Liverpool 2553 9. Bournemouth 2400 10. Man Utd 2009 --- 11. Fulham 1975 12. Crystal Palace 1965 13. Southampton 1671 14. Newcastle 1409 15. Man City 1107 16. Brighton 863 17. Burnley 440 18. Watford 296 19. Chelsea 151 20. Cardiff 0 Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Leicester City er með yfirburðarstöðu í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að leyfa ungum leikmönnum að spila. Allt aðra sögu er að segja af liði Cardiff City. Það getur verið áhættusamt að veðja á ungan og óharðnaðann leikmann í stað þess að spila reyndari og eldri leikmönnum. Það getur aftur á móti gert mikið fyrir framtíð félagsins. Oftast er það þó nútíðin sem allt snýst um hjá liðunum í bestu deild í heimi. BBC Sport skoðaði betur hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni hafa þorað að gefa ungum leikmönnum tækifæri á þessu tímabili. Algjörar andstæður eru lið Leicester City og Cardiff City. Arsenal, Liverpool og Manchester United koma líka mun betur út en Manchester City og Chelsea.Does your club give youth a chance? We take a look at how every Premier League club has used players under the age of 22.https://t.co/HOoRvZbhHIpic.twitter.com/B5ursCwM5U — BBC Sport (@BBCSport) January 29, 2019Leicester City er reyndar í algjörum sérflokki og þó að stjórastóllinn hans Claude Puel sé orðinn mjög heitur þá er hann að hugsa til framtíðar og gefa ungum leikmönnum mínútur. Alls hafa leikmenn 22 ára og yngri spilað í 8373 mínútur hjá Puel í vetur sem er næstum tvöfalt meira en hjá liðinu í öðru sæti sem er Arsenal með 4467 mínútur. Arsenal er samt langefst af „stóru“ liðunum í deildinni. Það er fróðlegt að skoða aðeins betur þessa ungu leikmenn Leicester City en þar hefur Wilfred Ndidi spilað mest eða 2038 mínútur. Ben Chilwell er annar ungur leikmaður sem fær tækifærið hjá Leicester en hann er með 1980 mínútur. Engir leikmenn 22 ára og yngri hafa spilað meira. Í næstu sætum á leikmannalistanum koma síðan Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace (1965 mínútur), Issa Diop hjá West Ham (1890) og Phillip Billing hjá Huddersfield (1842 mínútur). Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Evertin eru í þriðja sæti á lista félaganna með 4455 mínútur, nokkuð á undan West Ham og Tottenham sem eru í næstu sætum. Bæði Liverpool og Manchester United skríða inn í efri hlutann en United er rétt yfir tvö þúsund mínútum. Liverpool er tveimur sætum ofar og með meira en 500 fleiri mínútur. Manchester City er hins vegar aðeins í 15. sætinu en það er þó ekkert miðað við Chelsea sem er í næst neðsta sæti. Maurizio Sarri hefur aðeins gefið tveimur leikmönnum 22 ára og yngri tækifæri á leiktíðinni og þeir hafa jafnframt aðeins spilað í samtals 151 mínútu. Þetta eru þeir Callum Hudson-Odoi og Andreas Christensen. Á botninum er aftur á móti Cardiff City en knattspyrnustjórinn Neil Warnock hefur enn ekki hleypt leikmanni inn á völlinn sem er ekki orðinn 23 ára gamall.Hér fyrir neðan má sjá listann hjá BBC: 1. Leicester 8373 mínútur 2. Arsenal 4467 3. Everton 4455 4. West Ham 4134 5. Tottenham 4083 6. Wolves 3962 7. Huddersfield 3089 8. Liverpool 2553 9. Bournemouth 2400 10. Man Utd 2009 --- 11. Fulham 1975 12. Crystal Palace 1965 13. Southampton 1671 14. Newcastle 1409 15. Man City 1107 16. Brighton 863 17. Burnley 440 18. Watford 296 19. Chelsea 151 20. Cardiff 0
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira