Átroðningur í Námafjalli sérstaklega áberandi í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:45 Greinilegur slóði hefur myndast í hlíð Námafjalls fyrir ofan hverasvæðið. Myndin var tekin 21. ágúst. Vísir/Kjartan Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Áberandi slóði eftir ferðamenn setur nú svip sinn á Námafjall í Skútustaðahreppi þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi takmarkað umferð um jarðhitasvæðið í sumar. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir troðninginn myndast nær hvert sumar en hann sé sérstaklega áberandi í ár. Leirhverasvæðið við Námafjall er á meðal vinsælli ferðamannastaða á Norðausturlandi. Umhverfisstofnun takmarkaði umferð um svæðið í byrjun ágúst, meðal annars vegna ágangsins. Takmörkunin var framlengd 16. ágúst og verður í gildi út nóvember. Þrátt fyrir að merkt gönguleið sé í Námafjalli hafa ferðamenn traðkað niður slóða í hlíðinni fyrir ofan hverasvæðið. Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það svæði hafi verið girt af með kaðlagirðingu uppi á fjallinu. Hún hafi hins vegar látið undan þar sem enginn hafi í raun séð um svæðið í nokkur ár. Kaðallinn hafi slitnað og legið niðri. Þá hafi ferðamenn byrjað að ganga þar niður. „Maður getur ekki beinlínis agnúast yfir því. Ef innviðir eru ekki í lagi fer fólk þar sem það á ekki að fara. Það er bara þannig,“ segir Davíð Örvar. Ummerkin um ferðamennina eru sérstaklega ljót í ár vegna þess hversu votur jarðvegurinn hefur verið. Ferðamennirnir hafa því skilið eftir sig dýpri spor en áður. Eftir að umferð var takmörkuð í ágúst segir Davíð Örvar að kaðlagirðingar og aðrar afmarkanir hafi verið lagaðar. Sporin taki nokkurn tíma að mást af og séu því ennþá áberandi í hlíðinni. Þau hverfi hins vegar eftir veturinn og leysingar næsta vor. „Þá þurfa afmarkanir og kaðlar að vera uppistandandi svo þetta gerist ekki aftur,“ segir hann.Skilti frá Umhverfisstofnun um takmörkun á umferð eru áberandi við Námafjall. Það stöðvar þó ekki alla ferðamenn í að hætta sér inn á afgirt svæði.Vísir/KjartanKaðlarnir gagnast aðeins að vissu marki Námafjall er í einkaeigu og hefur verið á ábyrgð landeigenda eftir að friðlýsingu Mývatns- og Laxársvæðis var breytt árið 2004. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með svæðinu á meðan takmarkanir eru í gildi. Á meðan svo er fer landvörður á milli Námafjalls, Vítis og Leirhnjúks, að sögn Davíðs Örvars. Þegar blaðamaður átti leið um hverasvæðið í þarsíðustu viku bar á því að ferðamenn færu inn á afmörkuð svæði til að taka af sér myndir við hverina þrátt fyrir að skilti um takmarkanir Umhverfisstofnunar á umferð væru á áberandi stöðum. Enginn landvörður eða aðrir starfsmenn voru á svæðinu. „Á endanum gera kaðlarnir bara visst mikið gagn. Flestir virða svona takmarkanir en svo þarf bara að vera landvarsla. Það er það besta sem við getum notað á svona náttúruverndarsvæðum,“ segir Davíð Örvar. Hann telur þó betri nýtingu á fjármunum að hafa einn landvörð sem fer á milli svæðanna þriggja þar sem takmarkanir eru í gildi en að binda hann á einum stað.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira