Juan Mata: Saga Man. Utd heimtar stóra titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 13:00 Juan Mata með fyrirliðabandið í æfingarleik Manchester United á móti Leeds United á dögunum. Getty/Matthew Peters Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, veit að það gengur ekki að fara titlalausir í gegnum þriðja tímabilið í röð. Mata talar um að vinna stóra titla í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við vitum það að við þurfum að gera betur en á síðustu leiktíð,“ sagði hinn 31 árs gamli Juan Mata sem gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United í síðasta mánuði. „Þessi klúbbur hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað félag í Englandi,“ bætti Mata við. Manchester United hefur ekki unnið ensku deildina síðan 2013 sem var sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins. Síðasti stóri titill félagsins vannst í maí 2017 þegar Jose Mourinho gerði United að Evrópudeildarmeisturum þremur mánuðum eftir að félagið vann enska deildabikarinn. „Það er einstök tilfinning sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Ég er ánægður með að vera hér áfram. Mig dreymir um að vinna stóra titla með þessu félagi. Það er það sem stuðningsmennirnir eiga skilið,“ sagði Mata við BBC."We know we have to do better than last season." Juan Mata says Manchester United's illustrious history demands they start winning "big trophies" More: https://t.co/1kcFIdQwdLpic.twitter.com/vAhjagN037 — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019Hann hafnaði freistandi tilboðum annars staðar frá því hann vildi spila áfram fyrir Manchester United. „Við viljum fara að vinna stóra titla á ný. Saga Man. Utd heimtar stóra titla,“ sagði Juan Mata. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Bæði Mata og landi hans David de Gea ákváðu að gera nýja samninga við félagið en það er greinilegt á öllu að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ætlar að yngja upp í liðinu og fara að byggja upp framtíðarlið.Juan Mata fagna marki Mason Greenwood.Vísir/GettyEinn af ungu framtíðarmönnunum er hinn sautján ára gamli Mason Greenwood og Mata hrósar stráknum sem skoraði sigurmarkið í æfingarleik á móti Internazionale um helgina. „Mason hefur marga kosti og sá mikilvægasti er hugarfarið hans. Hann er hungraður í að bæta sinn leik og að gefa allt sitt til liðsins. Við erum ánægðir með að hann er finna sitt pláss í liðinu og fá meira sjálfstraust. Ég er viss um að hann muni skora mörg mörk fyrir þetta félag,“ sagði Juan Mata.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti