Klopp um brotið í nótt: Vil ekki segja meira því ég vil geta farið í frí til Spánar í framtíðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Albert Foss Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með grófan leik leikmanna Sevilla í æfingarleik Liverpool og spænska liðsins í Bandaríkjunum í nótt. Það var heitt í Bandaríkjunum í nótt og mikill hiti líka í leiknum. Harry Wilson fékk olnbogaskot frá Ever Banega áður en Joris Gnagon kom með hræðilega tæklingu á hinn átján ára gamla Yasser Larouci. Í hálfleik mátti sjá Jürgen Klopp í orðaskiptum við Julen Lopetegui, knattspyrnustjóra Sevilla og það var augljóst að þýski stjórinn var allt annað en sáttur með grófan leik spænsku leikmannanna.Liverpool boss Jurgen Klopp says left-back Yasser Larouci was "lucky" not to be badly injured by Joris Gnagon's red-card tackle in their friendly loss to Sevilla. More: https://t.co/kSTvyHXwKZpic.twitter.com/wuaS37ZdrE — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 „Það lítur út fyrir að Larouci hafi verið heppinn en við verðum að bíða og sjá. Hann kom í hann á fullri ferð. Harry fékk líka högg á kinnbeinið og augað og það var heldur ekki í lagi,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Heilt yfir þá er ég ekki hrifinn af svona hörðum leikjum. Markmiðið er að vinna boltann en það eru reglur. Ég vil samt ekki segja neitt sérstakt um þennan leik því það verður bara að fyrirsögnum. Ég vil nú geta farið í frí til Spánar í framtíðinni,“ sagði Klopp. Klopp viðurkenndi líka að hann hati að tapa en Liverpool tapaði þarna sínum öðrum æfingarleik í Bandaríkjunum á aðeins þremur dögum. Hann var samt án markvarðar síns og allrar sóknarlínunnar en alls vantaði sjö til átta sterka leikmenn í lið Liverpool í leiknum. „Ég get samt ekki kvartað yfir mótherjum okkur því það var ég sem valdi liðin,“ sagði Klopp. Lið Liverpool í leiknum: Liverpool: Lonergan (Mignolet kom inn á sem varamaður), Alexander-Arnold (Hoever), Phillips (Gomez), Van Dijk (Lovren), Robertson (Larouci (Duncan), Wijnaldum (Milner), Henderson (Fabinho), Oxlade-Chamberlain (Jones), Woodburn (Kent), Wilson (Lewis) og Origi (Brewster).The boss feels we will benefit from lessons learned in our early pre-season preparations, following tonight's 2-1 defeat against Sevilla. — Liverpool FC (@LFC) July 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með grófan leik leikmanna Sevilla í æfingarleik Liverpool og spænska liðsins í Bandaríkjunum í nótt. Það var heitt í Bandaríkjunum í nótt og mikill hiti líka í leiknum. Harry Wilson fékk olnbogaskot frá Ever Banega áður en Joris Gnagon kom með hræðilega tæklingu á hinn átján ára gamla Yasser Larouci. Í hálfleik mátti sjá Jürgen Klopp í orðaskiptum við Julen Lopetegui, knattspyrnustjóra Sevilla og það var augljóst að þýski stjórinn var allt annað en sáttur með grófan leik spænsku leikmannanna.Liverpool boss Jurgen Klopp says left-back Yasser Larouci was "lucky" not to be badly injured by Joris Gnagon's red-card tackle in their friendly loss to Sevilla. More: https://t.co/kSTvyHXwKZpic.twitter.com/wuaS37ZdrE — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 „Það lítur út fyrir að Larouci hafi verið heppinn en við verðum að bíða og sjá. Hann kom í hann á fullri ferð. Harry fékk líka högg á kinnbeinið og augað og það var heldur ekki í lagi,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Heilt yfir þá er ég ekki hrifinn af svona hörðum leikjum. Markmiðið er að vinna boltann en það eru reglur. Ég vil samt ekki segja neitt sérstakt um þennan leik því það verður bara að fyrirsögnum. Ég vil nú geta farið í frí til Spánar í framtíðinni,“ sagði Klopp. Klopp viðurkenndi líka að hann hati að tapa en Liverpool tapaði þarna sínum öðrum æfingarleik í Bandaríkjunum á aðeins þremur dögum. Hann var samt án markvarðar síns og allrar sóknarlínunnar en alls vantaði sjö til átta sterka leikmenn í lið Liverpool í leiknum. „Ég get samt ekki kvartað yfir mótherjum okkur því það var ég sem valdi liðin,“ sagði Klopp. Lið Liverpool í leiknum: Liverpool: Lonergan (Mignolet kom inn á sem varamaður), Alexander-Arnold (Hoever), Phillips (Gomez), Van Dijk (Lovren), Robertson (Larouci (Duncan), Wijnaldum (Milner), Henderson (Fabinho), Oxlade-Chamberlain (Jones), Woodburn (Kent), Wilson (Lewis) og Origi (Brewster).The boss feels we will benefit from lessons learned in our early pre-season preparations, following tonight's 2-1 defeat against Sevilla. — Liverpool FC (@LFC) July 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn