Ung kona myrt af lögreglumanni á heimili hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 16:51 Atatiana Jefferson lést fyrir hendi lögreglumanns á heimili hennar. twitter/NAACCP Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma. Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma.
Bandaríkin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira