Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:24 Jeremy Corbyn segir að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira