Nicholas Bequelin, yfirmaður Amnesty í Austur-Asíu, segir niðurstöðurnar afgerandi. Lögregluþjónar í Hong Kong hafi hagað sér með óviðeigandi hætti. Handtekið fólk af handahófi og gengið í skrokk á því á bakvið luktar dyr.
Frá því umfangsmikil mótmæli hófust í Hong Kong hafa minnst 1.300 verið handtekin samkvæmt samtökunum. Þau saka lögregluna um ofbeitingu valds og segja þá hafa farið of hart gegn friðsömum mótmælendum. Þó sé ljóst að ofbeldi hafi aukist veggja vegna að undanförnu.
Mótmælin hófust vegna lagafrumvarps um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína, verði óskað eftir því í Peking. Frumvarpið hefur verið fellt niður en mótmælin fóru að snúast um almennar umbætur varðandi lýðræði í Hong Kong.
Þá segir lögreglan að tæplega 240 lögregluþjónar hafi særst í átökum við mótmælendur.