Malmö upp í annað sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Ingvi hefur verið að spila vel með Malmö
Arnór Ingvi hefur verið að spila vel með Malmö vísir/getty
Malmö hafði í dag betur gegn Norrköping, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum komst liðið í 47 stig og er tveimur stigum á eftir toppliði AIk.Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn í liði Malmö sem og Guðmundur Þórarinsson hjá Norrköping, sem er í sjöunda sætinu með 40 stig.Sigurmark leiksins kom á 56. mínútu. Sören Rieks skoraði eftir stoðsendingu Markus Rosenberg. Malmö hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en sjö umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.