Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og áreiti á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 16:31 Knox ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist ekki hafa komið nálægt morðinu á Meredith Kercher. Vísir/Getty Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty
Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03
Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00
Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01