Sigurður Ragnar sækir um stóra stöðu í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017. Fótbolti Singapúr Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017.
Fótbolti Singapúr Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira