Reistu stærðarinnar Trump-skúlptúr í Slóveníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:19 Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur í Slóveníu. Vísir/AP „Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina. Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
„Í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sjáum við uppgang popúlisma. Sjáiði bara Boris Johnson, sjáiði Trump, forsetann okkar og Viktor Orban. Hvert stefnir heimurinn eiginlega?“ Þetta segir listamaðurinn Tomaz Schlegl um stærðarinnar högglistaverk af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem hann reisti í Slóveníu, heimalandi Melaniu Trump, forsetafrúarinnar. Listaverkið er átta metrar að hæð og stendur á einkalóð í þorpinu Sela pri Kamniku, norðaustur af höfuðborginni Ljubljana. Viðarskúlptúrinn sýnir Trump með hnefann á lofti, klæddan í blá jakkaföt og rautt bindi. Schlegl bindur vonir við að verkið veki upp áleitnar spurningar um lýðræði og popúlisma. Hann vill að íbúar á Vesturlöndum átti sig á því að sjálft lýðræðið eigi í vök að verjast. Í verkinu er kaldhæðnisleg vísun í frelsisstyttuna sem stendur á Liberty-eyju í eigu New York-borgar sem táknar bæði frelsi, tækifæri og býður innflytjendur og Bandaríkjamenn á heimleið velkomna. Verkið hefur hlotið blendnar viðtökur, sumir eru hæstánægðir með það á meðan aðrir segja að verkið sé bæði umhverfislýti og sóun á góðum viði. Þá hafa enn aðrir látið í ljós samstöðu með Bandaríkjaforseta en einn stuðningsmaður Trumps gerði tilraun til að keyra listaverkið niður með traktor um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Slóvenía Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Umdeild stytta reist af forsetafrúnni Melania Trump Stytta af bandarísku forsetafrúnni Melania Trump hefur nú verið afhjúpuð í heimalandi hennar Slóveníu. 7. júlí 2019 16:59