Mo Salah gagnrýndur fyrir markagræðgi og eigingirni og fær ekki góða dóma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 08:30 Mohamed Salah. Getty/Michael Regan Mohamed Salah fékk stóran skammt af gagnrýni frá fjölmiðlum og knattspyrnuspekingum fyrir slaka frammistöðu sína á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool rétt marði sigur á Fulham í leiknum en leikurinn hefði líklega aldrei verið svona spennandi hefði Mohamed Salah nýtt færin sín á eðlilegan hátt.SCOUT: Mohamed Salah has blanked in 6 of the last 8 #FPL GWs. He has returned 1 goal & 1 assist in that time #FULLIVpic.twitter.com/OpMkhKgr1K — Fantasy Premier League (@OfficialFPL) March 17, 2019Salah var í miklu stuði framan af tímabili og var markahæstur í deildinni þegar hann fékk á sig harða gagnrýni fyrir leikaraskap í leik á móti Crystal Palace um miðjan janúar. Síðan þá hefur verið lítið að frétta af Egyptanum. Hann hefur nú beðið eftir fimmtugasta markinu sínu fyrir Liverpool í 37 daga og sjö leiki leiki. Sjálfstraustið er horfið og þrátt fyrir endalaust traust frá knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp þá klúðrar Salah öllum færum þessa dagana. Liverpool Echo virðist vera búið að missa þolinmæðina fyrir Mohamed Salah ef marka má einkunnagjöf blaðsins fyrir leikinn á móti Fulham því Salah er þar langneðstur. Mohamed Salah fékk aðeins fimm í einkunn en hæstir voru þeir Joel Matip og Sadio Mane með átta hvor. Alisson Becker, Virgil van Dijk og Roberto Firmino fengu allir 6 en aðrir voru hærri. Jamie Carragher gagrýndi líka Mohamed Salah og kallaði hann „eigingjarnan og gráðugan“ í útsendingu Sky Sports eftir leikinn. „Fékk ekki mikla hjálp frá dómaranum og [Joe] Bryan var honum erfiður mótherji,“ segir í umfjöllun Liverpool Echo um frammistöðu Mohamed Salah. „Var ógnandi eins og vanalega en reyndi of mikið sjálfur og var hvað eftir annað of gráðugur í góðum sóknum Liverpool. Klikkaði á dauðafæri til að gera endanlega út um leikinn,“ sagði enn fremur í frammistöðumati Liverpool Echo um Salah. Liverpool komst aftur á toppinn án mikillar hjálpar frá Mohamed Salah en það er ljóst að hann þarf að finna skotskóna á ný ætli liðið að verða enskur meistari. Það gerist örugglega ekki án marka frá Mohamed Salah. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Mohamed Salah fékk stóran skammt af gagnrýni frá fjölmiðlum og knattspyrnuspekingum fyrir slaka frammistöðu sína á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool rétt marði sigur á Fulham í leiknum en leikurinn hefði líklega aldrei verið svona spennandi hefði Mohamed Salah nýtt færin sín á eðlilegan hátt.SCOUT: Mohamed Salah has blanked in 6 of the last 8 #FPL GWs. He has returned 1 goal & 1 assist in that time #FULLIVpic.twitter.com/OpMkhKgr1K — Fantasy Premier League (@OfficialFPL) March 17, 2019Salah var í miklu stuði framan af tímabili og var markahæstur í deildinni þegar hann fékk á sig harða gagnrýni fyrir leikaraskap í leik á móti Crystal Palace um miðjan janúar. Síðan þá hefur verið lítið að frétta af Egyptanum. Hann hefur nú beðið eftir fimmtugasta markinu sínu fyrir Liverpool í 37 daga og sjö leiki leiki. Sjálfstraustið er horfið og þrátt fyrir endalaust traust frá knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp þá klúðrar Salah öllum færum þessa dagana. Liverpool Echo virðist vera búið að missa þolinmæðina fyrir Mohamed Salah ef marka má einkunnagjöf blaðsins fyrir leikinn á móti Fulham því Salah er þar langneðstur. Mohamed Salah fékk aðeins fimm í einkunn en hæstir voru þeir Joel Matip og Sadio Mane með átta hvor. Alisson Becker, Virgil van Dijk og Roberto Firmino fengu allir 6 en aðrir voru hærri. Jamie Carragher gagrýndi líka Mohamed Salah og kallaði hann „eigingjarnan og gráðugan“ í útsendingu Sky Sports eftir leikinn. „Fékk ekki mikla hjálp frá dómaranum og [Joe] Bryan var honum erfiður mótherji,“ segir í umfjöllun Liverpool Echo um frammistöðu Mohamed Salah. „Var ógnandi eins og vanalega en reyndi of mikið sjálfur og var hvað eftir annað of gráðugur í góðum sóknum Liverpool. Klikkaði á dauðafæri til að gera endanlega út um leikinn,“ sagði enn fremur í frammistöðumati Liverpool Echo um Salah. Liverpool komst aftur á toppinn án mikillar hjálpar frá Mohamed Salah en það er ljóst að hann þarf að finna skotskóna á ný ætli liðið að verða enskur meistari. Það gerist örugglega ekki án marka frá Mohamed Salah.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira