Sóttvarnalæknir skorar á ráðherra að gera bólusetningu gegn hlaupabólu almenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira