Segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 19:45 Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira