Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 21:16 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús. Þetta er gert í ljósi þess að fallist hafi verið á sjónarmið stofnunarinnar og fyrir liggur yfirlýsing Lindarvatns, framkvæmdaaðila á Landssímareitnum, um breytta tilhögun inngangs að hótelinu. Lindarvatn ehf., sem er eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu en þar kemur fram að með þessari leið sé mætt þeim markmiðum sem lagt var upp með í síðari friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands um að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum beri. Þar verði opið og frjálst almenningsrými þar sem saga garðsins fái notið sýn og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfseemi á nærliggjandi lóðum. „Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssímareitnum.“ Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að af hálfu þeirra sé því fagnað að tillaga um friðlýsingu sé dregin til baka en með því er tryggt að fyrirhuguð byggingaráform raskist ekki á sama tíma og komið sé til móts við sjónarmið þeirra sem vilja að sögu og menningu Víkurgarðs verði gert hærra undir höfði. Í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðsins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Samkeppnin verður auglýst á vordögum.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30 „Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30 Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið. 18. febrúar 2019 06:30
„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. 18. febrúar 2019 12:30
Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. 16. febrúar 2019 18:44