Corbyn ekki í brúnni í næstu kosningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:11 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, var að vonum ánægður í nótt þegar útgönguspár báru með sér stórsigur flokksins. Getty/Chris J Ratcliffe Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08