Erlent

Sak­felldir fyrir ó­lög­legar til­raunir með gena­breytt börn

Atli Ísleifsson skrifar
Höfuðpaurinn, He Jiankui, hlaut þriggja ára dóm, auk þess að hann var dæmdur til greiðslu sektar.
Höfuðpaurinn, He Jiankui, hlaut þriggja ára dóm, auk þess að hann var dæmdur til greiðslu sektar. AP

Þrír vísindamenn í Kína hafa verið sakfelldir fyrir ólöglegar tilraunir við að láta konur fæða börn sem genabreytingar hafa verið gerðar á.

Höfuðpaurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og til greiðslu hárrar sektar en tveir aðrir fengu vægari dóma.

Höfuðpaurinn, He Jiankui greindi frá því fyrir þrettán mánuðum að hann hefði aðstoðað við fæðingu fyrstu genabreyttu barnanna sögunni, tvíburastúlkna sem fæddar voru í nóvember í fyrra.

Hafi hann beitt svokallaðri Crispr-Cas9 aðgerð og þannig gert genabreytingar á sjö fósturvísum, að því er fram kemur í frétt Guardian.

Í framhaldinu upphófst mikil umræða um siðferðislegar spurningar sem vakna við slíkt inngrip og nú hefur dómstóll í Kína komist að þeirri niðurstöðu að vísindamennirnir hafi gerst brotlegir við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×