Enski boltinn

Hertha Berlin vill fá Xhaka í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xhaka í leik með Arsenal.
Xhaka í leik með Arsenal. vísir/getty

Jürgen Klinsmann, þjálfari Herthu Berlin, hefur sett Granit Xhaka, leikmann Arsenal, efstan á óskalista sinn fyrir jólin.

Klinsmann vantar sárlega miðjumann í sitt lið og segir að Xhaka sé fullkominn fyrir Herthu. Hann vill fá hann strax í janúar.

Framtíð Xhaka hjá Arsenal hefur verið í óvissu síðan hann reiddist mjög á dögunum og var með dónaskap í garð stuðningsmanna félagsins. Þá var fyrirliðabandið einnig tekið af honum.

Arsenal er því líklega tilbúið til þess að láta leikmanninn fara. Hertha er í þrettánda sæti í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×