Innlent

Vinnu lokið á vett­vangi í Vestur­bergi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi brunans á föstudag.
Frá vettvangi brunans á föstudag. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. Rannsókn stendur enn yfir og ekki hefur enn verið staðfest af hvaða völdum eldurinn kviknaði.

„Rannsókn málsins heldur áfram og er í höndum rannsóknardeildar lögreglustöðvarinnar á Dalvegi sem nýtur aðstoð sérfræðinga í tæknideild embættisins. Engar frekari upplýsingar er hægt að gefa á þessu stigi málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu.


Tengdar fréttir

Eldtungurnar stóðu út um glugga

Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×