Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:49 Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45