Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 10:42 Anna Kristbjörg Jónsdóttir ræðir hér við fréttamann eftir brunann á föstudag. Stöð 2 Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45