Enski boltinn

Lampard ó­sáttur með Mourin­ho: Að setja spurningar­merki við heiðar­leika hans eru von­brigði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rudiger liggur eftir og Son baðar út höndum.
Rudiger liggur eftir og Son baðar út höndum. vísir/getty

Frank Lampard, stjóri Chelsea, var ekki sáttur með ummæli Jose Mourinho, stjóra Tottenham, eftir leik Chelsea og Tottenham um helgina en Chelsea vann 2-0 sigur.

Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið fyrir að hafa sparkað í Antonio Rudiger í síðari hálfleik en eftir góða skoðun í VARsjánni fór rauða spjaldið á loft.

Mourinho var ekki sáttur með leiklistartilburði Rudiger er hann kastaði sér niður og sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að hann myndi jafna sig af rifbeinssbrotinu. Kaldhæðinn Mourinho en Lampard var ekki á sama máli.

„Að setja spurningarmerki um heiðarleika hans á þessu augnabliki eru vonbrigði fyrir mér. Ég held að það sé óumdeilt að atvikið með Son var rautt spjald,“ sagði Lampard.

„Ég sagði eftir leikinn að þetta hafi ekki verið gróft rautt spjald en þetta var eðlilega rautt spjald í heiminum sem við erum í dag. VAR tók nokkrar mínútur í að skoða þetta og þeir sáu þetta fullkomlega.“







„Þetta var augljóst. Ég myndi ekki setja spurningarmerki um heiðarlega Toni. Ef þetta er orðið spurningarmerki um að fólk standi eða láti sig falla í ensku úrvalsdeildinni þá fannst mér vera nokkur atriði á síðustu mínútunum sem leikmenn Tottenham reyndu að fiska víti.“

Sigurinn var mikilvægur fyrir Chelsea sem hafði verið í örlitlum vandræðum upp á síðkastið en þeir mæta Southampton á öðrum degi jóla.


Tengdar fréttir

Tottenham áfrýjar banni Son

Tottenham hefur áfrýjað rauða spjaldið sem Son Heung-min fékk í tapinu fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×