Erlent

333 skreytingar sem sýna fæðingu Krists

Andri Eysteinsson skrifar

Á fjórða hundrað skreytinga er að finna í heimahúsi í höfuðborg Perú, Líma. Um er að ræða heimili Miriam Valencia sem eyðir mánuði á ári hverju við að setja skreytingarnar upp á jarðhæðinni.

Allar skreytingarnar sýna fæðingu Krists og eru í suður-amerískum stíl, lama og alpakadýr gæta vöggu frelsarans og Amasón höggormar dreifa gulrótum.

Valencia byrjaði að safna skreytingunum fyrir um 28 árum og býður nú fólki að skoða herlegheitin yfir hátíðirnar, endurgjaldslaust.

„Þetta snýst um að varpa ljósi á hæfni perúskra handverksmanna,“ segir Valencia um safnið sem samanstendur af 333 verkum af öllum stærðum.

„Sumir sýna undrun aðrir jafnvel tárast,“ segir Valencia um gesti safnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×