Enski boltinn

Spáir því að Leicester vinni Liver­pool og E­ver­ton tapi fyrir Burnl­ey

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah og Gylfi verða væntanlega í eldlínunni á morgun.
Salah og Gylfi verða væntanlega í eldlínunni á morgun. vísir/getty

Níu leikir fara fram í enska boltanum á morgun og umferðin klárast svo með leik Wolves og Manchester City á föstudagskvöldið.

Fyrir hverja umferð keppir Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur BBC, við frægan einstakling. Þeir spá í leikina sem framundan eru í umferðinni og nú bíður sjálf jólaumferðin.

Richard Hawley er mótherji Mark þessa vikuna en Richard er frægur enskur söngvari og lagahöfundur sem er stuðningsmaður Sheffield Wednesday.







Hawley hefur trú á því að Leicester vinni topplið Liverpool á heimavelli, 2-1, á meðan Mark trúir því að sigurganga Liverpool haldi áfram með 2-0 sigri.

Hawley hefur ekki mikla trú á Bítlaborgarliðunum því hann spáir einnig að Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton tapi 2-0 á heimavelli gegn Burnley. Mark hefur meiri trú á Everton og spáir þeim 2-0 sigri.

Alla spá þeirra má sjá hér ásamt lýsingum frá hverjum leik fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×