Glæsilegt jólahús á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2019 18:30 Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi. Árborg Jól Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Umferðaröngþveiti er daglegt brauð við hús við Eyraveg á Selfossi því þar stoppar fólk til að skoða hvað húsið er fallega jólaskreytt og tekur ljósmyndir af því. Í húsinu býr fjölskylda frá Litháen, sem finnst fátt skemmtilegra en að skreyta yfir jólahátíðina. Húsið, sem um ræðir er fallegt tveggja hæða hús við Eyraveg þar sem umferð er mikil alla daga. Húsið er þakið jólaljósum og allskonar öðru jólaskrauti, sem vekur mikla athygli hjá þeim sem keyra þar eða ganga fram hjá. Arkitekt af jólaskreytingunum er Liuda Cernisoviene, alltaf kölluð Liuda. Hún talar hvorki íslensku né ensku, en það gera barnabörnin hennar, sem eru stolt af fallega jólahúsinu. „Amma mín, hún á þetta hús. Hún skreytir mikið fyrir jólin. Hún á kærasta, sem gerði þetta allt einn, amma hjálpaði smá. Þetta er mjög flott hjá þeim, enda sagði ég bara vó, þegar ég sá húsið. Amma elskar jólin“, segir Auguste Sachniukaite, sem er 12 ára. Rustatunnuskýlið er meira að segja jólaskreytt og kofinn út í garði. Þá eru jólasveinaföt til þerris á snúrunum á annari hæð. Það er líka töluvert skreyt inn í húsinu, jólasveinar hér og þar og aðrar fallegar jólaskreytingar. „Það eru margir bílar sem stoppa við húsið og fólk er að horfa og líka að aka myndir. Þegar við sitjum inn í sófanum þá sjáum við fólk taka myndir, við erum þá alltaf að reyna að fela okkur, það er ógeðslega gaman“, bætir Auguste við og hlær. Barnabörn Liudu, sem eru stolt af jólahúsi ömmu sinnar en þetta eru þau Auguste Sachniukaite, 12 ára og Neilas Sachniukas, níu ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ekki er mikið um jólaskreytingar í Litháen, allavega ekki nærri því eins mikið og á Íslandi.
Árborg Jól Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira