Staðarblaðið í Liverpool ekki eins hrifið af frammistöðu Gylfa og Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson þakkar fyrir stuðninginn í gær. Getty/Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira