Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 10:54 Starlink-gervitungl SpaceX skilja eftir sig langar bjartar rákir á næturhimninum á þessari mynd sem tekin var í Ungverjalandi í nóvember. Vísir/EPA Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu. Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu.
Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00