Bretar sakaðir um glæpi gegn mannkyninu vegna Chagos-eyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 15:40 Hópur Chagos-búa reyndi að vekja athygli á málstað sínum þegar Frans páfi messaði á Máritíusi í september. Vísir/EPA Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra. Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Sjá meira
Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra.
Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Sjá meira