Mikki, Mína og Andrés áreitt í Disney-garðinum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 16:27 Skilti sem vísar veginn að Disney World-skemmtigarðinum við Buena Vista-vatn í Flórída. AP/John Raoux Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum. Bandaríkin Disney Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Starfsmenn Disney World-skemmtigarðsins í Flórída í Bandaríkjunum sem bregða sér í gervi Mikka og Mínu músar og Andrésar andar lögðu fram kæru til lögreglu vegna þess að ferðamenn snertu þá á óviðeigandi hátt fyrr í þessum mánuði. Fólkið hefur verið áreitt kynferðislega og hlotið áverka eftir gesti. Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í síðasta mánuði eftir að kona í gervi Disney-prinsessu sakaði hann um að hafa þuklað á brjóstum hennar þegar hún sat fyrir á mynd með honum. Önnur kona sem leikur Mínu mús segir að maður hafi gripið um brjóstin á hennar í þrígang þegar hún faðmaði hann fyrir myndatöku, að sögn AP-fréttastofunnar. Maðurinn var settur í bann frá Disney-görðunum í kjölfarið þar sem hann hafði áður áreitt starfsmenn. Þá hlaut kona í Mikka músarbúningi áverka á hálsi þegar eldri kona klappaði henni ítrekað á höfuðið þannig að höfuð búningsins rann niður og hún tognaði á hálsi. Konan taldi þó ekki að gesturinn hefði slasað hana viljandi og var opinber rannsókn á atvikinu felld niður. Átján ára gamall starfsmaður í Andrésar andarbúningi greindi frá því að kona hafi gerst ágeng, snert hann og gripið í hendurnar, brjóstkassann, magann og andlitið. Þegar starfsmaðurinn reyndi að leita til samstarfsmanns eftir aðstoð elti konan, hélt í hann og reyndi ákaflega að komast inn á búninginn. Atvikið var ekki kært en starfsmaðurinn taldi að konan gæti hafa þjáðst af vitglöpum.
Bandaríkin Disney Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira