Erlent

Hundruð þúsunda flýja loftárásir Rússa í Sýrlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúar Idlib flýja loftárásir á aðfangadag.
Íbúar Idlib flýja loftárásir á aðfangadag. AP/Ghaith al-Sayed

Sameinuðu þjóðirnar áætlað að um 230.000 manns hafi flúið heimili sín á svæðum uppreisnarmanna þar sem hersveitir studdar Rússum hafa haldið uppi loftárásum og sprengjukúluregni í norðvestanverðu Sýrlandi á tveimur vikum í desember.Flestir eru taldir hafa flúið frá borginni Maarat al-Numan og bæjum og þorpum í sunnanverðu Idlib-héraði, Idlib og búðum við landamærin að Tyrklandi. Mannúðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (OCHA) segir að Maarat al-Numan sé nú því sem næst tóm, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Stjórnarher Sýrlands sækir nú að borginni, studdur loftárásum og sprengjukúlum Rússa. Þúsundir manna eru sagðar of óttaslegnar til að flýja heimili sín vegna sprengjuregnsins. Stjórnvöld í Moskvu og Damaskus hafa hafnað því að þau sprengi upp óbreytta borgara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.