Enski boltinn

Jóhann Berg í úrvalsliði áratugarins hjá Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Á þessu tímabili hefur Jóhann Berg leikið fimm leiki og skorað eitt mark.
Á þessu tímabili hefur Jóhann Berg leikið fimm leiki og skorað eitt mark. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson er í liði áratugarins hjá Burnley að mati Michaels Duff, fyrrverandi leikmann liðsins.

Sky Sports fékk fyrrverandi leikmenn og sérfræðinga til að velja úrvalslið áratugarins hjá liðunum 20 í ensku úrvalsdeildinni.

Duff sagðist ekki geta gert upp á milli Georges Boyd og Michaels Kightly og því valið Jóhann Berg í úrvalsliðið.

Íslenski landsliðsmaðurinn er á sínu fjórða tímabili hjá Burnley. Jóhann Berg hefur leikið 103 leiki fyrir Burnley og skorað sjö mörk.

Auk Jóhanns Berg eru fjórir aðrir núverandi leikmenn Burnley í úrvalsliði áratugarsins hjá Duff: Jack Cork, Ben Mee, Ashley Barnes og James Tarkowski.

Burnley tekur á móti Manchester United klukkan 19:45 í kvöld.

Úrvalslið Michaels Duff hjá Burnley: Tom Heaton; Kieran Trippier, Ben Mee, James Tarkowski, Stephen Ward; Dean Marney, Jack Cork, Scott Arfield, Jóhann Berg Guðmundsson; Ashley Barnes, Danny Ings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×