Enski boltinn

Mane: Handviss um að þetta væri mark

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Þetta fór af öxlinni á þér, ég sá það“
„Þetta fór af öxlinni á þér, ég sá það“ vísir/getty

Sadio Mane var handviss um að mark hans fyrir Liverpool gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni fengi að standa.

Mane skoraði seint í fyrri hálfleik, boltinn féll fyrir hann eftir að hafa hrokkið af öxl Adam Lallana.

Markið var upphaflega dæmt af þar sem dómari leiksins, Anthony Taylor, sagði boltann hafa farið af hendi Lallana. Myndbandsdómarinn skoðaði markið og dæmdi markið gilt, boltinn hafi farið af öxl eða handarkrika Lallana.

„Í hreinskilni sagt þá fannst mér ég sjá boltann alveg frá upphafi svo ég vissi að þetta var öxlinn. Ég var alveg rólegur og vissi að þetta væri mark,“ sagði Mane eftir leikinn.

„Stundum ertu heppinn, stundum óheppinn.“

Mark Mane reyndist sigurmark leiksins og Liverpool er nú komið með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar.

„Við vitum hvernig við eigum að haga okkur í þessari stöðu,“ sagði Mane, en Liverpool kastaði frá sér góðu forskoti í deildinni á síðasta tímabili.

„Pirringurinn frá síðasta tímabili er í baksýnisspeglinum. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og reyna að vinna leiki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×