Enski boltinn

„Varsjáin stórt klúður um hverja helgi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty

Myndbandsdómgæslan hefur verið mikið í sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni þessa helgina og keppast knattspyrnustjórarnir um að setja út á kerfið.

„Ég hef sagt oft að ég er með langan lista af tillögum fyrir myndbandsdómgæsluna,“ sagði Pep Guardiola eftir 2-0 sigur Manchester City á Sheffield United.

„Það er stórt klúður um hverja helgi. Í öðrum leikjum um helgina voru stór klúður. Vonandi verður næsta tímabil betra.“

City vann leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik eftir að Sheffield skoraði mark sem var dæmt af í fyrri hálfleik.

„Við fengum stuttan tíma til þess að ná okkur frá síðasta leik og mættum sterku liði. Ekki bara andlega heldur líka líkamlega.“

„Ég verð að þakka ensku úrvalsdeildinni fyrir að gefa okkur þrjá daga þar til við spilum næst,“ sagði Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×