Innlent

Eldur í ruslatunnum við leikskóla og skóla

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið fór á vettvang.
Slökkviliðið fór á vettvang.

Eldur var borinn að ruslatunnum og ruslatunnugeymslum við leikskóla í Fellunum í Breiðholti í kvöld.

Þetta kemur fram í fréttum mbl.is, em þar kemur fram að skemmdir hafi orðið á klæðningu leikskólans og að reykur hafi borist inn í hann. Engar skemmdir hafi þó orðið inni í húsnæðinu.

Þetta hefur mbl eftir varðstjóra hjá slökkviliðinu, sem vinnur nú að því að reykræsta leikskólann.

Þá kemur einnig fram að slökkviliðinu hafi stuttu síðar borist tilkynning um eld í ruslagámi nálægt Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Dælubíll hafi verið sendur á vettvang en ekki sé talið að hætta stafi af eldinum sökum staðsetningar gámsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×