Innlent

Enn raf­magns­laust víða á Norður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Norðlendingar glíma margir við rafmagnsleysi þessa stundina.
Norðlendingar glíma margir við rafmagnsleysi þessa stundina. rarik

Enn er rafmagnslaust víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna óveðursins sem sem gengur yfir landið.

Starfsmenn á vegum RARIK eru víða að leita að bilun fyrir norðan, en á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra.

Sömuleiðis hefur verið truflun hjá Landsneti.

Nánari upplýsingar um stöðu viðgerða er að vinna á heimasíðu RARIK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.