Fótbolti

Rekinn beint eftir leik og strax orðaður við Everton og Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað gerir Ancelotti næst?
Hvað gerir Ancelotti næst? vísir/getty

Það urðu margir hissa í gærkvöldi er fréttatilkynning kom frá ítalska félaginu Napoli um að búið væri að reka þjálfara félagsins, Carlo Ancelotti.Það voru innan við þrír tímar frá því að Napoli hafði unnið Genk, 4-0, þar til greint var frá þessu. Sigurinn dugði til þess að koma Napoli áfram í Meistaradeildinni en ekki til þess að bjarga starfi Ancelotti.Það er slakur árangur í ítölsku úrvalsdeildinni sem varð Ancelotti að falli. Þar situr Napoli í sjöunda sæti og hafði liðið ekki unnið í níu leikjum í öllum keppnum þar til kom að leiknum gegn Genk í gær. Það var því augljóslega búið að ákveða að reka kallinn sama hvernig færi í gær.Þessi klóki þjálfaru var á sínu öðru ári með Napoli og er nú þegar orðaður við endurkomu til Englands þar sem Arsenal og Everton eru bæði í leit að knattspyrnustjórum.Ancelotti vann deildina og enska bikarinn með Chelsea árið 2010. Hann hefur einnig unnið titla með AC Milan, Real Madrid, PSG og Bayern.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.