Fótbolti

Yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ansu Fati brosir á San Siro í gær.
Ansu Fati brosir á San Siro í gær. vísir/getty

Undrabarn Barcelona skrifaði söguna enn á ný upp á nýtt í gær er hann skoraði gegn Inter í Meistaradeildinni.

Með sigurmarki sínu í leiknum varð hinn 17 ára gamli Fati yngsti markaskorari í sögu keppninnar. Markið hans sló Inter þess utan úr leik í keppninni.

Fati skoraði með sínu fyrsta skoti í keppninni en hann var nákvæmlega 17 ára og 40 daga gamall í gær.

Fyrr í vetur varð hann yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar og líka sá yngsti til þess að leggja upp mark.

Hann er líka yngsti leikmaður í sögu Barcelona til þess að spila í Meistaradeildinni. Það verður engin pressa á honum í framhaldinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.