Fótbolti

De Jong gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann sá stöðu Ajax | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De Jong í leiknum í gær.
De Jong í leiknum í gær. vísir/getty

Eftir því var tekið á San Siro í gær að hollenska ungstirnið Frenkie de Jong fylgdist grannt með stöðu mála hjá sínu gamla félagi, Ajax, eftir leik.De Jong var lykilmaður í spútnikliði Ajax í fyrra sem fór alla leið í undanúrslit í Meistaradeildinni. Hann var svo seldur til Barcelona.

Ajax var í harðri baráttu um að komast áfram í Meistaradeildinni í gær en allt kom fyrir ekki og liðið fer ekki áfram.Eftir sigur Barcelona á Inter í gær fór De Jong að horfa á risaskjáinn og skima eftir úrslitunum. Það leyndi sér ekki svekkelsið er hann sá niðurstöðuna hjá Ajax. Tengingin við gamla félagið augljóslega enn sterk.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.