Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. desember 2019 13:46 Snjóflóðin þrjú sem komið hafa í ljós í dag. Veðurstofa Íslands Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“ Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“
Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira