Erlent

Útlit fyrir sigur Íhaldsflokksins á morgun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Svona gæti skipting þingsæta litið út eftir kosningarnar.
Svona gæti skipting þingsæta litið út eftir kosningarnar. Vísir/Hafsteinn

Bretar kjósa sér nýtt þing á morgun. Kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn verði stærstur og nái jafnvel hreinum meirihluta. Boðað var til kosninganna eftir að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu var frestað fram í janúar.

Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um útgöngumálið og lagði Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, áherslu á það í dag. Jeremy Corbyn og Verkamannaflokkur hans hafa einnig lagt áherslu á breskt velferðarkerfi og talað fyrir þjóðvæðingu meðal annars orku- og vatnsfyrirtækja.

Fyrir kosningar var Íhaldsflokkurinn er stærstur en ekki með meirihluta. Flokkurinn fékk 42,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum en Verkamannaflokkurinn 40 prósent.

Nýjasta könnun ICM sýnir Íhaldsflokkinn með 42 prósent og Verkamannaflokkinn með 36, nokkru meira en í síðustu könnunum. Greining YouGov á mögulegri skiptingu þingsæta leiddi í ljós að Íhaldsflokkurinn fái líklega meirihluta, gangi kannanir eftir, en þar á bæ vildu greinendur ekki fullyrða neitt slíkt.

Munurinn á milli Íhaldsflokksins og Verkamanna var töluvert minni í síðustu kosningum en kannanir höfðu sýnt á lokaspretti kosningabaráttunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.