Enski boltinn

Jóhannes stýrði Aroni og fé­lögum upp í efstu deild eftir ó­trú­lega endur­komu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson. mynd/heimasíða start

Start er komið upp í norsku úrvalsdeildina á nýjan leik eftir eitt ár í B-deildinni eftir ótrúlegan síðari leik gegn Lilleström í umspilinu í kvöld.

Start vann fyrri leikinn 2-1 en Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start á meðan Arnór Smárason var á bekknum hjá Lilleström í kvöld. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.

Lilleström var mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 2-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Þeir bættu svo tveimur mörkum við og voru 4-0 yfir, samanlagt 5-2 yfir, er klukkutími var búinn.

Á síðasta stundarfjórðungnum kviknaði hins vegar á gestunum frá Start. Martin Ramsland gerði þrjú mörk á sex mínútna kafla, frá 76. mínútu til þeirra 82., og leiknum lauk með 4-3 sigri Lilleström.
Samanlagt þó 5-5 og Start fer því áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. Jóhannes og Aron því í efstu deildinni á næstu leiktíð en Arnór, sem kom inn á sem varamaður er fimm mínútur voru eftir, á leið niður.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.