Enski boltinn

Jóhannes stýrði Aroni og fé­lögum upp í efstu deild eftir ó­trú­lega endur­komu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson. mynd/heimasíða start

Start er komið upp í norsku úrvalsdeildina á nýjan leik eftir eitt ár í B-deildinni eftir ótrúlegan síðari leik gegn Lilleström í umspilinu í kvöld.Start vann fyrri leikinn 2-1 en Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start á meðan Arnór Smárason var á bekknum hjá Lilleström í kvöld. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start.Lilleström var mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 2-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Þeir bættu svo tveimur mörkum við og voru 4-0 yfir, samanlagt 5-2 yfir, er klukkutími var búinn.Á síðasta stundarfjórðungnum kviknaði hins vegar á gestunum frá Start. Martin Ramsland gerði þrjú mörk á sex mínútna kafla, frá 76. mínútu til þeirra 82., og leiknum lauk með 4-3 sigri Lilleström.

Samanlagt þó 5-5 og Start fer því áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. Jóhannes og Aron því í efstu deildinni á næstu leiktíð en Arnór, sem kom inn á sem varamaður er fimm mínútur voru eftir, á leið niður.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.