Erlent

Snið­ganga og mót­mæli setja svip á for­seta­kosningar í Alsír

Atli Ísleifsson skrifar
Frá mótmælum í Algeirsborg í gær.
Frá mótmælum í Algeirsborg í gær. AP

Forsetakosningar fara fram í Alsír í dag eftir margra mánaða óvissuástand í stjórnmálum landsins.

Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í landinu í aðdraganda kosninganna, þar sem stjórnarandstæðingar líta á framkvæmd þeirra sem leið fyrir valdastéttina til að viðhalda völdum.

Frambjóðendur til forseta í Alsír, Azzedine Mihoubi, Abdelmajid Tebboune, Abdelkader Bengrina, Ali Benflis og Abdelaziz Belaid. Allir hafa þeir starfað í FLN-flokki Bouteflika, forsetans fyrrverandi. AP

Alls opnuðu um 61 þúsund kjörstaðir í landinu í morgun. Búist er við að kosningaþátttaka verði lítil þar sem margir hafa hvatt til þess að kjósendur sniðgangi kosningarnar. Allir þeir fimm sem eru í framboði hafa áður starfað fyrir valdaflokk landsins.

Kjörstöðum verður lokað um kvöldmatarleytið, en ekki er búist við að úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun.

Fyrr á árinu reis upp mikil mótmælaalda gegn forsetanum Abdelaziz Bouteflika. Hann sagði stýrt landinu frá 1999 og sagði loks af sér í apríl. Hann hafði glímt við heilsubrest síðustu ár og hafði ekki komið fram opinberlega í um fjögur ár.

Í kjölfar afsagnar Bouteflika var hinn 77 ára Abdelkader Bensalah, forseti efri deildar þingsins, skipaður forseti til bráðabirgða.


Tengdar fréttir

Bróðir Bou­teflika í steininn

Herdómstóll í Alsír hefur dæmt Saïd Bouteflika, bróður Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta landsins, í fimmtán ára fangelsi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.