Norwich stöðvaði sigurgöngu Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pukki skoraði mark Norwich.
Pukki skoraði mark Norwich. vísir/getty

Leicester City gerði 1-1 jafntefli við nýliða Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrir leikinn hafði Leicester unnið átta leiki í röð. Refirnir eru í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, tíu stigum á eftir Liverpool.

Teemu Pukki kom Norwich yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Emiliano Buendía. Leicester jafnaði í 1-1 á 38. mínútu þegar Tim Krul, markvörður Norwich, skoraði sjálfsmark og þar við sat.

Norwich er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Sheffield United komst upp í 5. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Aston Villa í nýliðaslag á Bramall Lane.

John Fleck skoraði bæði mörk Sheffield United. Þetta er í fyrsta sinn sem Skotinn skorar tvö mörk í leik á ferlinum.

Jack Grealish skaut í slá úr vítaspyrnu fyrir Villa á 78. mínútu. Liðið er í 17. sæti deildarinnar.

Burnley vann afar mikilvægan sigur á Newcastle United, 1-0. Chris Wood skoraði eina mark leiksins með skalla á 58. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá Burnley sem er í 12. sæti deildarinnar, einu sæti neðar en Newcastle.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira