Norwich stöðvaði sigurgöngu Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pukki skoraði mark Norwich.
Pukki skoraði mark Norwich. vísir/getty

Leicester City gerði 1-1 jafntefli við nýliða Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag.Fyrir leikinn hafði Leicester unnið átta leiki í röð. Refirnir eru í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, tíu stigum á eftir Liverpool.Teemu Pukki kom Norwich yfir á 26. mínútu eftir sendingu frá Emiliano Buendía. Leicester jafnaði í 1-1 á 38. mínútu þegar Tim Krul, markvörður Norwich, skoraði sjálfsmark og þar við sat.Norwich er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig, þremur stigum frá öruggu sæti.Sheffield United komst upp í 5. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Aston Villa í nýliðaslag á Bramall Lane.John Fleck skoraði bæði mörk Sheffield United. Þetta er í fyrsta sinn sem Skotinn skorar tvö mörk í leik á ferlinum.Jack Grealish skaut í slá úr vítaspyrnu fyrir Villa á 78. mínútu. Liðið er í 17. sæti deildarinnar.Burnley vann afar mikilvægan sigur á Newcastle United, 1-0. Chris Wood skoraði eina mark leiksins með skalla á 58. mínútu.Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá Burnley sem er í 12. sæti deildarinnar, einu sæti neðar en Newcastle.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.