Lífið

Komst ekki yfir götuna í óveðrinu

Sylvía Hall skrifar
Ekkert gekk hjá manninum að komast yfir götuna.
Ekkert gekk hjá manninum að komast yfir götuna. Skjáskot

Hin svokallaða sprengilægð á þriðjudag var eitt mesta norðanveður síðari ára hér á landi og fór höfuðborgarsvæðið ekki varhluta af því. Fáir voru á ferli um það bil er veðrið náði hámarki og virtist almenningur taka mark á fyrirmælum lögreglu um að halda sig innandyra ef marka mátti umferð á háannatíma

Þó voru einhverjir sem hættu sér út í storminn þegar veðrið stóð sem hæst og hefur myndband sem ferðamaðurinn József Fekete birti á Instagram-síðu sinni vakið mikla athygli. Þar sést maður reyna að koma sér yfir akbraut við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur og er óhætt að segja að það hafi gengið nokkuð brösuglega. József birti myndbandið á Instagram-síðu sinni og hafa erlendir miðlar á borð við Fox fjallað um það í kjölfarið. 

Mikill vindhraði var miðsvæðis í Reykjavík á þriðjudag og var meðalvindhraði á Seltjarnarnesi um 28 metrar á sekúndu um tíma. Þá var mikill sjógangur úti á Granda og þurftu viðbragðsaðilar að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbæ. 


Tengdar fréttir

Sjáðu myndirnar af óveðrinu

Hin svokallaða sprengilægð skall á Reykjavík um miðjan daginn í dag og voru viðbragðsaðilar kallaðir út í hin ýmsu verkefni, allt frá því að tjóðra niður grindverk sem fuku til í að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbænum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.