Lífið

Komst ekki yfir götuna í óveðrinu

Sylvía Hall skrifar
Ekkert gekk hjá manninum að komast yfir götuna.
Ekkert gekk hjá manninum að komast yfir götuna. Skjáskot

Hin svokallaða sprengilægð á þriðjudag var eitt mesta norðanveður síðari ára hér á landi og fór höfuðborgarsvæðið ekki varhluta af því. Fáir voru á ferli um það bil er veðrið náði hámarki og virtist almenningur taka mark á fyrirmælum lögreglu um að halda sig innandyra ef marka mátti umferð á háannatíma

Þó voru einhverjir sem hættu sér út í storminn þegar veðrið stóð sem hæst og hefur myndband sem ferðamaðurinn József Fekete birti á Instagram-síðu sinni vakið mikla athygli. Þar sést maður reyna að koma sér yfir akbraut við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur og er óhætt að segja að það hafi gengið nokkuð brösuglega. 





József birti myndbandið á Instagram-síðu sinni og hafa erlendir miðlar á borð við Fox fjallað um það í kjölfarið. 

Mikill vindhraði var miðsvæðis í Reykjavík á þriðjudag og var meðalvindhraði á Seltjarnarnesi um 28 metrar á sekúndu um tíma. Þá var mikill sjógangur úti á Granda og þurftu viðbragðsaðilar að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbæ. 


Tengdar fréttir

Sjáðu myndirnar af óveðrinu

Hin svokallaða sprengilægð skall á Reykjavík um miðjan daginn í dag og voru viðbragðsaðilar kallaðir út í hin ýmsu verkefni, allt frá því að tjóðra niður grindverk sem fuku til í að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×