„Nánast engin umferð á götunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 17:30 Sjaldgæf sjón á Bústaðavegi á fimmta tímanum á virkum degi. Nánast engin umferð á háannatíma. vísir/vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira