Innlent

Sjáðu myndirnar af óveðrinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn að störfum í Vesturbænum í gær.
Björgunarsveitarmenn að störfum í Vesturbænum í gær. Vísir/Vilhelm

Hin svokallaða sprengilægð skall á Reykjavík um miðjan daginn í dag og voru viðbragðsaðilar kallaðir út í hin ýmsu verkefni, allt frá því að tjóðra niður grindverk sem fuku til í að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbænum.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á vappinu í allan dag og náði myndum af ýmsum flækjum sem björgunarsveitirnar þurftu að bregðast við.

Vísir/vilhelm
Vísir/vilhelm
Mikill sjógangur var úti á Granda og gekk sjórinn yfir veginn. vísir/vilhelm
Sjógangurinn úti við Eiðsgranda var mjög mikill þegar leið á daginn. vísir/vilhelm

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, hlustaði á jólalög í bíl sínum og fylgdist með sjónum skella á fallegu jólatré við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur.

Vísir/vilhelm

Þessi kappi lét veðrið ekki á sig fá fyrr í dag og hélt hann út í óveðrið á stuttbuxunum. 

Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.