Enski boltinn

Klopp kveðst vera hættur að fagna mörkum útaf VAR

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jafnan líflegur á hliðarlínunni.
Jafnan líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vera hættur að fagna því þegar leikmenn hans koma boltanum í mark andstæðinganna vegna VAR myndbandatækninnar.

Tvö atvik komu upp í 2-0 sigri Liverpool á Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í fyrra skiptið var mark dæmt af Sadio Mane þar sem hann var rangstæður.

Seinna mark Salah var svo skoðað gaumgæfilega áður en það var látið standa. 

„Ég er hættur að fagna mörkum, augljóslega. Af því að við þurfum að bíða þar til einhver segir að það sé mark,“ segir Klopp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.