Fótbolti

Napoli tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Gattuso

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Napoli fékk Parma í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld en Napoli skipti um stjóra í vikunni þegar Carlo Ancelotti var rekinn frá félaginu og Gennaro Gattuso ráðinn í hans stað.

Það blés ekki byrlega fyrir Gattuso því Parma komst yfir strax á 4.mínútu leiksins með marki Dejan Kulusevski og var staðan í leikhléi 0-1 fyrir gestina.

Pólski markahrókurinn Arek Milik jafnaði metin fyrir Napoli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Napoli freistaði þess að ná sigurmarkinu og sótti á mörgum mönnum undir lokin en það hafði þveröfug áhrif því á fjórðu mínútu uppbótartíma fengu Parma skyndisókn sem endaði með dauðafæri fyrir Gervinho. Honum urðu ekki á nein mistök og tryggði hann Parma 1-2 sigur.

Parma hefur nú þremur stigum meira en Napoli en liðin eru í 7. og 8.sæti deildarinnar.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.