Fótbolti

Rekinn í annað skiptið eftir fjögurra marka sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti eftir leikinn í gær.
Carlo Ancelotti eftir leikinn í gær. Getty/MB Media

Carlo Ancelotti stýrði ítalska félaginu Napoli inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en kvöldið endaði þó ekki vel fyrir Ítalann.

Napoli ákvað að reka Carlo Ancelotti þrátt fyrir að nokkrum tímum áður hefði hann stýrt Napoli til 4-0 sigurs á Genk.

Napoli fór áfram upp úr riðlinum ásamt Liverpool og er þegar búið að gera betur en í fyrravetur þegar liðið komst ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Það sem vekur sérstaklega athygli við tímasetninguna og úrslitin er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Carlo Ancelotti er rekinn eftir fjögurra marka sigur.


Carlo Ancelotti var einnig rekinn frá Real Madrid í maí 2015 þrátt fyrir að hafa stýrt Real Madrid til 7-3 sigur sá Getafe í leiknum á undan.

Ancelotti var aftur á móti rekinn frá Bayern München eftir 3-0 tap á móti Paris Saint Germain í Meistardeildinni.

Carlo Ancelotti hefur verið orðaður við ensku félögin Arsenal og Everton en hann starfaði síðst í ensku úrvalsdeildinni vorið 2011 þegar hann stýrði Chelsea.

Síðan hefur hann setið í stjórastólnum hjá mörgum af stærstu klúbbum heims eins og Paris Saint Germain, Real Madrid og Bayern München.

Carlo Ancelotti hafði verið með Napoli síðan í júlí 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.