Fótbolti

Misjafnt gengi Íslendinganna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hólmar Örn og félagar héldu hreinu
Hólmar Örn og félagar héldu hreinu vísir/vilhelm

Þrír íslenskir knattspyrnumenn voru að klára leiki sína þessa helgina nú rétt í þessu.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia og nældi sér í gult spjald þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Lokomotiv Plovdiv í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Rúrik Gíslason sat allan tímann á varamannabekk Sandhausen þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Hamburg í þýsku B-deildinni.

Í Grikklandi þurfi Ögmundur Kristinsson að hirða boltann úr neti sínu tvívegis á fyrstu 20 mínútunum þegar lið hans, Larissa, fékk Atromitos í heimsókn. Fatjon Antoni klóraði í bakkann fyrir Larissa í síðari hálfleik en tap engu að síður niðurstaðan, 1-2.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.