Fótbolti

Misjafnt gengi Íslendinganna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hólmar Örn og félagar héldu hreinu
Hólmar Örn og félagar héldu hreinu vísir/vilhelm

Þrír íslenskir knattspyrnumenn voru að klára leiki sína þessa helgina nú rétt í þessu.Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia og nældi sér í gult spjald þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Lokomotiv Plovdiv í búlgörsku úrvalsdeildinni.Rúrik Gíslason sat allan tímann á varamannabekk Sandhausen þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Hamburg í þýsku B-deildinni.Í Grikklandi þurfi Ögmundur Kristinsson að hirða boltann úr neti sínu tvívegis á fyrstu 20 mínútunum þegar lið hans, Larissa, fékk Atromitos í heimsókn. Fatjon Antoni klóraði í bakkann fyrir Larissa í síðari hálfleik en tap engu að síður niðurstaðan, 1-2.

 Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.